Monday, January 29, 2007

Fuglasöngur

Jæja við Gunni buðum í kvöldmat frændfólk hans sem voru í rómantískri ferð í Parísinni. Þau búa í Boston og eru að vinna og læra í heilbrygðisgeiranum. Það var yndislegt að fá þau og svo gaman. Það var mikið spjallað og eitthvað var farið í muninn á Frakklandi og Bandaríkjunum. Þau fóru í hádeginu í dag og fljúga beint heim til Boston.

Í dag vaknaði ég snemma og fékk mér kaffi, opnaði rafræna póstinn minn, las eitthvað af því sem var helst í morgunfréttum og renndi í gegnum það sem átti að fara í "Micro Economics". Hvað er Supply og hvað er Demand? Muninn á því, hvað er að gerast þegar verð hækkar og hverjir eru áhrifavaldar og svo framvegis. Þetta er mjög góð uppryfjun frá því í fyrra og gefur mér dálítið forskot þar sem ég tók "Macro Economics". Ég þarf bara að leggja á minnið öll þessi tæknilegu orð sem maður þarf að nota en annars er ég góður í að pæla og spekulera svo ég læri þessi tæknilegu orð fljótt.
Á meðan ég var að leggja á minnið nokkur hagfræði orð heyrðist fuglasöngur. Ég fékk strax vortilfinninguna og varð enn hressari fyrir vikið. Það er nefnilega búið að vera dálítið kallt, allt að 2. mínusgráðum, en engan snjó höfum við fengið sem er það jákvæða við veðrið. Þó að maður er vanur enn meiri kulda þá er kuldinn heima þurr og þar með ekki eins kallt við núll gráðurnar en hér er svo mikill mystur og smýgur kuldinn inn við bein. En maður er nú töluvert betri að klæða kuldan af sér en sumir Frakkar. Fuglasöngurinn er vonandi boð um gott vorveður.
Ég tók svo til skóladót og dreif mig út í metró. Ég fór beint í "Micro Economics" og hlustaði vel og vandlega á kennarann en hann hef ég haft áður. Hann nær að gera efnið mjög áhugavert því hann tengir svo vel við raunveruleikan þannig að maður nær öllu sem sagt er. Ég var með hann í "Economy and Media/Communication" og náði ég að vekja áhuga hans á því sem er að gerast á íslenska markaðinum. Eftir góða kennslu hjá honum fór ég í frönsku og náði að tala heilu setningarnar með réttum beygingum og fékk gott hrós. Ég var með sama kennara í fyrra og þá sagði hún; "Donc! Tu pronoces trés bien mais fais attantion á la conjugaison" (eða þú berð fram mjög vel en passaðu þig á sagnbeygingunum). Í þessum áfanga er meira lagt á að tala rétt en að skrifa líkt og í fyrra. Hún er frábær og ég líki hana alltaf við Edith Piaff því hún byrjaði á því í fyrra að láta okkur syngja "la vie en rose" eftir Edith Piaff.
Jæja ég fór svo heim, kyssti Gunna minn, setti kaffikönnuna í gang enn og aftur, setti útvarpið á klassísku stöðina og sigldi inn í netheim á meðan Gunni las fréttir og svaraði emlum.
Nú er ég enn við tölvu og verð að fara gera eitthvað aðeins viturlega og koma mér út úr netheimi í smá tíma - kannski ætti ég að hlusta á vorsöng fuglanna.

Saturday, January 27, 2007

Fréttirnar af mér

það er nú 27 janúar og 364 dagar þangað til að ég verð á fertugsaldri. Það er bara allt eins og það var þann 25, ekki neinar hrukkur, bumba eða bjúgur en er vísari í dag en í gær. Það er það sem skiptir máli held ég. Það var æðislegt í gær en við Gunni buðum Siggu í mat klukkan átta en allt verulega rólegt svo það var ekki borðað fyrr en um níu. Fjórrétta matur og svo gott. Á meðan ég var að lesa fréttir og vinna í blogsíðu okkar Gunna fór Gunni minn út að græja gjöf en þegar hann kom svo heim fór hann beint inn í eldhús og var þar þangað til að Sigga kom. Hann lagaði sem sagt allan matinn og var svo innilegur og elskulegur. Mér var bannað að fara inn í eldhús svo ég var bara á netinu eða þangað til að Sigga kom.
Við spjölluðum all lengi og borðuðum lengi og vel allan þennan góða mat sem Gunni hafði lagað. Við enduðum á góðri köku sem Gunni var að baka í fyrsta skiptið og var svo góð. En eftir að hafa spjallað til um það bil 1 fórum við á skemmtistað sem heitir Tangó þar sem bara er dansað. Siggan okkar dansaði allan tíman á meðan við Gunni horfðum á og biðum eftir góðri tónlist en það var nú bara frönsk teknó-tónlist í gangi sem á ekki alveg vel við okkur en það var frábært samt að fylgjast með drag-sjóvi. Þessi staður er eiginlega mest sóttur af hommum og lesbíum og stöku sinnum sést í straight-ara eins og hana Siggu okkar. Sigga tók svo leigubíl en við Gunni löbbuðum heim og svo gott að geta bara labbað heim í stað að taka leigubílinn.
29 ára afmælið endaði og frábærlega gaman.

Thursday, November 30, 2006

Hvað gerist á fimmtudegi?

Það sem gerist á fimmtudögum hjá mér er að ég þarf ekki að mæta fyrr en klukkan tvö í skólan og þar með get ég annað hvort farið snemma að sofa og vaknað snemma eða vakað framyfir og sofið svo út. Í þetta skiptið fór ég að sofa seint og svaf til hádegis. Það er gott að hafa þann kost að geta hlaðið batteríin svona af og til með því að sofa út. Ég dreif mig í skólan og lærði sitthvað í Media Analysis og svo eftir það fór ég í frönsku tíma sem gekk bara mjög vel en ekkert spes sem var að gerast. Það var svo kallt í dag að það voru allir frekar stirðir og draumhuga af kulda.
Eftir að ég var búinn í öllum kúrsum fór ég aðeins lengri leið heim en fór á göngugötuna sem við skólan minn. Ég ætlaði að kaupa jólakort af Parísinni til að senda á hann Frikka minn en sendi nú í hverrri viku kort á hann. En engin kort fundust sem mér leist vel á. Ég verð bara að finna eitt á morgun.
Nú sitjum við Gunni enn og aftur við tölvurnar og erum að skoða hvað sé í fréttum. Á "fóninum" er franskur jóladiskur. Þegar ég labbaði í leit af korti sá ég bás sem seldi dvd og geisladiska en sá strax þennan jóladisk og disk með Edvard Grieg. Báðir diskarnir æðislegir.
Það er svo skemmtilegt að eiga nú jóladisk á frönsku en lögin sem maður kannast við eru svo æðislega fallega sungin á frönskunni.
Þegar ég kom heim var Gunni að gera próf og sortera pappíra en hann þarf að skila af sér prófum sem verða tekin í janúar.
Við ætluðum í ræktina en fórum ekki eftir að hafa hlustað á Grieg og Gunni hafði verið í kafi í pappírum og ég að lesa "Le monde" um Sarkozy, frambjóðanda hægri flokkinn UMP. En hann verður forsetaframbjóðandi hægri manna á næsta ári.
Þess í stað vorum við frekar rólegir og fórum í búðina til að kaupa í matinn sem við erum nú að fara að borða. Á borðstólnum eru tvær skinku tegundir í forrétt, Quiche Lorraine sem er þjóðarréttur frakka, einhverskonar baka með skinku. tómötum, hrærðum eggjum og osti.
Et on dit "bonne apetit!

Wednesday, November 29, 2006

Nú loksins get ég byrjað aftur að skrifa

Jú! kæru lesendur. Því miður gleymdi ég passwordinu mínu en fann það loksins eftir mikla leit og þolinmæði. Ég held að hún Svanborg mín verði ánægð með mig núna þar sem hún var að spyrja mig um daginn afhverju ég væri ekki búinn að skrifa eitthvað nýtt á bloggið mitt. En nú eru biðin búinn. Það á eftir að verða gaman að að byrja að skrifa aftur hér og segja það nýjasta í heiminum og hér heima í Frakklandi.

Nú loksins fann

Sunday, April 09, 2006

Sunnudagurinn 9. April

Nú er tómt í kotinu á Gobelins. Strákarnir fóru til Íslands um hádegið í dag og ég einn heima.
Gunni minn, sem á afmæli í dag, verður í tíu daga en strákarnir tvær vikur. Það er svakalega tómlegt hérna enda er maður orðin vanur því að hafa alla strákana í kringum sig alla daga og alltaf að. Nú er bara að láta tíman líða hratt og hafa nóg fyrir stafni. Emma systir kemur svo með Gunnu litlu ásamt vinkonu hennar, Sollu, á miðvikudaginn og verður hjá mér þangað til á annan dag páska svo það á eftir að verða svaka stuð og mikið að gera næstu daga. Ég sakna þó strákananna minna mjög og get ekki beðið eftir að fá þá heim aftur.

Ég á eftir að þvo þvott og þrífa aðeins áður en stelpurnar koma og einnig að athuga með hvar Gunna litla getur sofið en Emma sagði að hún prílar út um allt á nóttunni svo hún má ekki vera hátt frá gólfi, ég held ég verði bara að færa eitthvað til þar sem þær mæðgur eiga að sofa. Svo á Solla vinkona hennar einnig að hafa það notalegt á meðan parísar dvölinni stendur en ég læt hana fá annað hvort hjónarúmmið, held ég bara, og góða sæng. Þær eiga eftir að vera eins og prinsessur hérna þá daga sem þær dvelja hjá mér. Annars þá þarf ég einnig að gera plan fyrir þær því ég verð í skólanum miðvikudaginn og fimmtudaginn en var að pæla í að láta þær ná í mig í skólan, því nokkra metra frá skólanum er Tour Eiffel og margt að skoða þar í kring. Svo í leiðinni fá þær að sjá skólann minn. Tour Eiffel ferðin verður örugglega á fimmtudeginum en á miðvikudeginum verða þær áreiðanlega dálítið þreyttar en þær munu koma aðeins á undan mér heim á Gobelins. Ég mun svo undirbúa eitthvað sniðugt á þriðjudeginum svo þær fái góðar móttökur þó að ég verð ekki heima til að taka formlega á móti þeim.
Það á eftir að vera mjög gaman framundan.

Friday, March 31, 2006

Ferð í gegnum Paris í leit að Paris-Roller

Myndir af Nonna, Þorsteini, Bjarneyju, Gunna og mér undir Effelturninum Föstudaginn 24 mars. Við ætluðum að ná í
"Paris Roller"-línuskautarallíið. Við vorum búin að skauta í rigningu í um það bil hálftíma þegar við ákváðum að fara okkar eigin leið en höfðum þá mist af öllu línuskautaliðinu. Við vorum komin það langt að við gátum farið að Effelturninum en þar stoppuðum við í nokkurn tíma og fengum okkur að drekka en tókum þá þessar myndir af okkur. Það var hætt að rigna þegar við loksins fengum okkur pásuna. Svo eftir að hafa fengið nokkra túrista til að taka mynd af okkur öllum saman fórum við að "École Militair" en þar fyrir framan er verk sem ber heitið "Friður" og orðið friður er skrifað á öllum tungumálum. Við Nonni fórum upp að verkinu og á meðan Nonni var að taka mynd af Effelturninum sem er í einnig í sömu átt og verkið, skrifaði ég okkur inn á lista til stuðnings friðar á jörðu. Við vorum orðin dálítið þreytt þegar við vorum búin að dást að verkinu að við skautuðum beint heim. Það var rosalega gaman að fara allt þetta og gaman að hafa hana Bjarneyju með en hún eins og ég hef sagt er í námi í New York og var hjá okkur í viku.

Sunday, March 26, 2006

Sunnudagsfréttin á Gobelins

Já! góða fólk nú er sunnudagurinn að enda og einnig þetta langa "Spring brake". En það hefur verið svo gott veður í dag og hreint útsagt ótrúlegt - það er eins og að einhver hafi kveikt á ofninum því það var skítkallt í gær og langt yfir 10 gráðurnar í dag - engir treflar né ullarpeysur næstu daga eða þangað til á miðvikudaginn en þá á víst að verða kallt. En það á að vera 17 stiga hiti á morgun og höfum greinilega fengið forsmakkinn af því í dag - kominn tími til.

Jæja loksinns fær maður gott veður hérna en það sem er að frétta af "Fjölskyldunni á Gobelins " eða teppaverksmiðjunni, er að Gunni og Bjarney fóru að sjá fimleikakappann á móti eitthverstaðar mjög langt frá "Bonne lieu de Paris" - sem sagt langt frá "miðbæ" Parísar. Mótið gekk vel en fimleikafélagið hans Nonna hefur ekki gengið eins vel og núna en það er nátturlega Nonna að þakka - smá mont! þau feðginin fóru snemma af stað, mjög þreytt, og voru allveg til klukkan að ganga "kvöld". Mótið er kallað, eins og ég hef nefnt áður, Zone-mótið eða keppnin og þar voru 24 félög að keppa og hvert félag með 14 meðlimi. Því miður náði félagið hans Nonna ekki sæti og náðu ekki að komast áfram á Frakklandsmótið í Júní en þetta Zone-mót var liðakeppni. Einstaklingskeppnin er enn eftir en þar hefur Nonni mikla möguleika að ná á pallinn enda fimleikakappinn "Champion de Paris".
En Þorsteinn og ég urðum eftir heima og vöknuðum rétt um hádegið. Ég fór að laga og uppfæra Webbloggið mitt og lesa heimsfréttirnar með kaffinu og sígóinu. Við vorum ansi þreyttir en Listamaðurinn Philippe Richard, vinur og hluti af fjölskyldu Gunna, bauð okkur í veislu að hætti frakka. Hann var skiptinemi á Íslandi, bjó hjá Gunna og Eddu, móður strákana, í eitt ár og þau hafa haldið sambandi síðan. Hann var mjög gestrisinn enda "vín-bóndasonur" og bauð okkur upp á ektan franskan heimalagaðan mat; 4 rétta og rauðvín, sem er sérsvið hans þegar það kemur að bjóða í veislur.
Við vorum svo pakksödd og borðuðum alltof mikið en sáum ekki eftir því. Það tók okkur fjóra klukkutíma að borða en þurftum svo að drífa okkur heim til að "setja Nonna í háttinn". Þegar við komum heim vissum við ekki af því að klukkunni var breytt að miðnætti en vorum komnir heim á þeim tíma og vorum búin að sitja afvelta í dágóða stund í stofunni heima þangað til að við föttuðum breytinguna. Klukkan var sem sagt ekkert miðnætti heldur varð hún strax eitt að nóttu til og við nátturlega "allveg í sjokki" yfir þessu - búið að "stela" heilum klukkutíma af okkur og enginn látið okkur vita. En Nonninn okkar var farinn upp í rúm og steinsofnaði.

Um miðjan daginn eða "Aprés-Midi"(góð þýðing á því er "eftir miðdagur" en klukkan var þá orðin fjögur) hringdi Gunni og sagði okkur að Bjarney væri á leiðinni og Nonni búinn að keppa en þeir feðganir þurftu að vera lengur til að fá að vita úrslitinn.
Bjarney kom heim og "dró" svo Þorstein í billjard sem er hérna rétt hjá okkur. Á þeim tíma var ég byrjaður að læra aðeins eða glöggva í gegnum námsbækurnar. Siggann okkar á Rue Barrault hafði hringt í gær og sagst ætla að bjóða okkur öllum í sunnudagsmat klukkan hálf átta svo Bjarney og Þorsteinn komu heim rétt fyrir þann tíma til að ná í línuskautana sína og "sækja" mig í leiðinni, svo við yrðum samferða. Nonni og Pápinn, Gunni, fóru bara beint frá mótinu til Siggu en Nonni hafði fengið vondann hausverk á mótinu og var mjög ánægður að komast í myrkrið í svefniherberginu hennar Siggu. Hann steinsofnaði og hafði svo enga matarlyst.
Við sátum ekki lengi við "nýja-gamla" matarborðið hennar Siggu, sem hún hafði prúttað á útimarkaði um hádegið, en sögðum Siggu nýjustu fréttirnar af okkur og lögðum svo af stað heim.

Nú er Bjarney á netinu og spjallar í símann því hún er á förum og fríið einnig búið hjá henni. Hún fer "snemma" morguns til Bandaríkjanna, eða um hádegið, en millilendir heima á klakanu í klukkutíma áður en hún heldur svo af stað til New York. Það verður mikill söknuður hérna í kotinu á morgun en Bjarney hefur verið ansi dugleg að drífa okkur áfram að gera eitthvað á meðan hún væri herna hjá okkur. En það er stutt í að strákarnir og Gunni sjá hana aftur en þeir feðganir fara til Íslands yfir páskana til þess að ferma Nonna og Bjarney mun vera þar líka. Ég fæ hinsvegar ekkert að sjá hana fyrr en í Júní svo það er meiri söknuður hjá mér en þeim-spaug! en það er nú ekki langt í sumarið.
Jæja ég verð að fara í draumalandið svo ég verð frískur á morgun en ég held að ég fari á línuskautunum fyrst það á að vera 17 stiga hiti og þarf ekki að taka með mér trefil né úlpu...svaka gott þetta líf ha?